Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á lungnadeild
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 1.-4. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag (20-60%). Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Ráðið er í störfin frá 1. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Lungnadeild er bráðalegudeild með hágæslurýmum og eina sérhæfða lungnadeildin á landinu. Þjálfun og fræðsla er í fyrirrúmi á deildinni og mörg námstækifæri. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Starfsandi á deildinni er mjög góður og tekið vel á móti nýju fólki. Við leggjum okkur fram við að þjónustan við skjólstæðinga okkar sé til fyrirmyndar, öryggi þeirra sé tryggt og að þeim sé sýnd hlýja og umhyggja.