Háskólamenntaður starfsmaður á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda/ dagvinna á göngudeild svefntengdra sjúkdóma
Auglýst er eftir öflugum einstaklingi til starfa á sameinaðri göngudeild svefntengdra sjúkdóma í Fossvogi. Starfið felur í sér að veita einstaklingum sem þurfa á svefnöndunartæki að halda meðferð og eftirfylgd við þeim sjúkdómi. Starfið er fjölbreytt og felur í sér námstækifæri í lífeðlisfræði svefns og meðhöndlun svefntruflana.
Á deildinni starfar öflugur og þverfaglegur hópur og lagt er upp úr teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga, rannsóknarfólks, sálfræðinga og annarra sérgreina. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.
Við leitum eftir framsæknum, jákvæðum , metnaðarfullum einstaklingi með góða samskiptahæfni. Mikilvægt er að eiga auðvelt með að vinna í teymi en á sama tíma vera sjálfstæður í vinnubrögðum.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess að samþætta betur vinnu og einkalíf. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
- Veita ráðgjöf, stuðning og meðferð til einstaklinga og aðstandenda þeirra sem greinst hafa með svefnháðar öndunartruflanir eða aðra svefnsjúkdóma
- Þjónusta við sjúklinga er bæði á göngudeild, stuðningur við inniliggjandi sjúklinga og fjareftirfylgd út um allt land
- Þátttaka í sjúklingafræðslu og gerð fræðsluefnis
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, td. hjúkrunarfræði, sálfræði
- Góð íslenskukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót og fagleg framkoma