Heilsuvernd Heilsugæsla - Urðarhvarfi
Heilsuvernd Heilsugæsla - Urðarhvarfi
Heilsuvernd Heilsugæsla - Urðarhvarfi

Heilsuvernd heilsugæsla er að ráða hjúkrunarfræðinga.

Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Heilsuvernd rekur heilsugæsluna í Urðarhvarfi.

Heilsugæslan Urðarhvarfi er einkarekin heilsugæsla sem starfar undir merkjum Heilsuverndar. Heilsuvernd heilsugæslan er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Við leggjum áherslu á að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan. Heilsugæslan Urðarhvarfi býr yfir sérstaklega góðum starfsanda, samvinnu og metnaði starfsfólks.

Heilsuvernd heilsugæsla óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í sitt öfluga teymi. Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vilja um leið vera hluti af sterku teymi.

Um ótímabundið starf er að ræða og starfshlutfall er 80-100% þar sem unnið er á dagvinnutíma.

Hjá Heilsuvernd heilsugæslu leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi og faglega þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn hjúkrunarstörf s.s. hjúkrunarmóttaka, hjúkrunarvakt og skólahjúkrun
  • Þátttaka í þróunar- og gæðaverkefnum
  • Skipulag, eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Próf og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
  • Þjónustulund og gott viðmót
  • Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
  • Góð almenn tölvukunnátta   
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun og/eða skólahjúkrun kostur
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar