Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæsluritara í tímabundið starf til 6 mánuða. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmóður, félagsráðgjafa og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ritar sjúkraskýrslur, tilvísanir og vottorð í sjúkraskrárkerfi
  • Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun rannsóknarniðurstaðna, læknabréfa, frágangi gagna o.fl.
  • Umsjón með tímafjölda/dagskrá í móttöku
  • Móttaka nýrra starfsmanna
  • Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
  • Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
  • Meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga
  • Aðstoð í móttöku
  • Ýmis önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Heilbrigðisgagnafræði eða nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ritarastarfi skilyrði
  • Reynsla af Sögukerfi æskileg
  • Reynsla af Heilsugátt kostur
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Þekking á upplýsinga- og skjalastjórnun
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn enskukunnáttu æskileg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Efstaleiti 3, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar