![Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins](https://alfredprod.imgix.net/logo/71d47ba3-c988-444a-8cd5-7318f836ae9f.png?w=256&q=75&auto=format)
![Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins](https://alfredprod.imgix.net/cover/0f3fa332-322a-429b-8626-df4dc0df1b5c.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Við leitum að framúrskarandi mannauðsráðgjafa í teymið okkar - ert það þú?
Hefur þú brennandi áhuga á mannauðsmálum og finnst gaman að vinna með fjölbreyttum hópi fólks? Við leitum að mannauðsráðgjafa sem býr yfir skipulagshæfni, sjálfsstæði og drifkrafti. Ef þú hefur gaman af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig!
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfa um 1000 starfsmenn. Okkar frábæra starfsfólk mannar 15 heilsugæslustöðvar, átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu ásamt ýmis konar sérþjónustu.
Hlutverk mannauðssviðs er m.a. stefnumótun og samhæfing mannauðsmála, stuðningur við stjórnendur hvað varðar nýliðun, ráðningar, gerð starfslýsinga og starfslok, annast fræðslumál stjórnenda og starfsmanna, gerð og framkvæmd stofnanasamninga, umsjón vinnuverndarmála og heilsueflingar, ásamt því að stuðla að eftirsóknarverðu starfsumhverfi.
Mannauðsráðgjafi heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar. Ráðið er í starfið frá 1. apríl n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% ótímabundið starf.
- Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur varðandi mannauðsmál, s.s. nýliðun, ráðningar, starfslok, réttindi og skyldur starfsmanna o.fl.
- Þátttaka í stefnumótun er varðar mannauðsmál
- Mótun, samræming og eftirfylgni verklagsreglna í tengslum við ráðningar og mannauðsmál
- Ráðgjöf varðandi túlkun laga, kjara- og stofnansamninga
- Verkefni varðandi vinnuvernd og heilsueflingu starfsmanna
- Þátttaka í úttektum og framsetningu tölulegra gagna um mannauð
- Háskólamenntun
- Framhaldsnám æskilegt
- Að minnsta kosti 5 ára reynsla á sviði mannauðsmála skilyrði
- Þekking á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, skilyrði
- Þekking á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu kostur
- Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Fagmennska og vilji til að veita frábæra þjónustu
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Framsýni og umbótahugsun
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)