Ás Styrktarfélag
Ás Styrktarfélag

Framkvæmdastjóri

Ás styrktarfélag leitar að framkvæmdastjóra með sterka forystu- og samskiptahæfni.

Í boði er fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á lausnamiðað viðhorf, frumkvæði og metnað til að ná árangri. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi félagsins, stefnumótun og áframhaldandi þróun á þjónustu félagsins.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn félagsins og starfar náið með henni til að ná markmiðum þess.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Leiða starfsemi félagsins.
  • Byggja upp öfluga og heilbrigða vinnustaðamenningu.
  • Vera helsti tengiliður félagsins við stjórnvöld, sveitarfélög, hagsmunasamtök, stéttarfélög og aðra lykilaðila.
  • Móta framtíðarstefnu, nýsköpun og þróun á sviði búsetu og atvinnumála fatlaðra í samstarfi við stjórn.
  • Styrkja ímynd félagsins, auka sýnileika og sinna almannatengslum.
  • Tryggja trausta fjárhagslega afkomu félagsins og leiða nýjar fjárfestingar til að efla starfsemi félagsins.
  • Styrkja samstarf við aðstandendur og tengsl þeirra við félagið.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun.
  • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri.
  • Leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð þekking á fjármálum.
  • Reynsla af stefnumótun, skipulagi og innleiðingu umbóta er æskileg.
  • Reynsla af samskiptum við opinbera aðila, sveitafélög og aðra ytri samstarfsaðila er kostur.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta.


Ás styrktarfélag almannaheillafélag og var stofnað af aðstandendum fólks með fötlun til að gæta hagsmuna og reka þjónustu til stuðnings þessum hópi. Félagið rekur í dag sérhæfða vinnustaði fyrir fatlaða einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Þá rekur félagið tíu búsetukjarna á höfuðborgarsvæðinu, þar af sjö í eigu félagsins. Ás styrktarfélag veitir rúmlega 300 manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu og hjá félaginu starfa um 450 manns í ríflega 300 stöðugildum.

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar næstkomandi.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsjón með starfinu hafa Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) og Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensí[email protected]).

Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar