Pósturinn
Pósturinn
Pósturinn

Aðalbókari

Pósturinn leitar að öflugum aðila í starf forstöðumanns / aðalbókara. Aðalbókari hefur yfirumsjón með reikningshaldi Póstsins og heldur utan um mánaðarleg uppgjör. Aðalbókari stýrir bókhaldsdeild, sinnir fjárhagslegum greiningum, yfirferð bókana og er tengiliður við endurskoðendur.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Stýring bókhaldsdeildar

·         Umsjón með reikningshaldi og gerð uppgjöra

·         Skil á virðisaukaskatti og öðrum lögbundnum gjöldum

·         Samvinna við endurskoðendur og skattyfirvöld

·         Greining og eftirfylgni með fjárhagsupplýsingum

·         Þróun og umbætur á fjármálaferlum eftir þörfum

·         Önnur tilfallandi verkefni á sviði fjármála

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólamenntun á sviði viðskipta með áherslu á reikningshalds

·         Mjög góð þekking og reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu

·         Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er kostur

·         Reynsla af bókhaldskerfum (S4HANA kostur) og góð tölvukunnátta

·         Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Reynsla af stjórnun, góð samskiptafærni og fagleg framkoma

Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.Viðskiptafræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar