

Aðalbókari
Pósturinn leitar að öflugum aðila í starf forstöðumanns / aðalbókara. Aðalbókari hefur yfirumsjón með reikningshaldi Póstsins og heldur utan um mánaðarleg uppgjör. Aðalbókari stýrir bókhaldsdeild, sinnir fjárhagslegum greiningum, yfirferð bókana og er tengiliður við endurskoðendur.
· Stýring bókhaldsdeildar
· Umsjón með reikningshaldi og gerð uppgjöra
· Skil á virðisaukaskatti og öðrum lögbundnum gjöldum
· Samvinna við endurskoðendur og skattyfirvöld
· Greining og eftirfylgni með fjárhagsupplýsingum
· Þróun og umbætur á fjármálaferlum eftir þörfum
· Önnur tilfallandi verkefni á sviði fjármála
· Háskólamenntun á sviði viðskipta með áherslu á reikningshalds
· Mjög góð þekking og reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu
· Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er kostur
· Reynsla af bókhaldskerfum (S4HANA kostur) og góð tölvukunnátta
· Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Reynsla af stjórnun, góð samskiptafærni og fagleg framkoma
Íslenska
Enska










