

Rekstrarstjóri Lindex á Íslandi
S4S ehf mun taka við sem umboðsaðili Lindex á Íslandi frá og með 1. mars næstkomandi og leitar að öflugum og reynslumiklum rekstrarstjóra til að leiða rekstur Lindex hér á landi. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf fyrir einstakling sem hefur brennandi áhuga á smásölu, rekstri og teymisvinnu.
Rekstrarstjóri mun sitja í framkvæmdastjórn S4S og bera ábyrgð á rekstri Lindex á Íslandi, í nánu samstarfi við verslunarstjóra, framkvæmdastjórn og markaðsdeild.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og ábyrgð með rekstri Lindex verslana á Íslandi, þ.m.t. netverslun
- Samstarf og stuðningur við verslunarstjóra sem annast daglega stjórnun verslana
- Regluleg viðvera í verslunum til að styðja við daglegan rekstur, fylgjast með starfsemi og tryggja góð samskipti við starfsfólk
- Gerð rekstraráætlana, eftirfylgni með árangri og daglegum rekstri
- Umsjón með innkaupum, vöruflæði og samskiptum við birgja
- Yfirsýn yfir mönnun verslana og skipulag vaktaplana
- Samvinna við markaðsdeild S4S um markaðs- og kynningarmál Lindex á Íslandi
- Virk þátttaka í áframhaldandi þróun og uppbyggingu Lindex á íslenskum markaði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð reynsla af verslunarrekstri skilyrði
- Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráðum
- Góð skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi
- Áhugi á tísku, vörumerkjastjórnun og smásölu
- Viðeigandi menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum:
- Spennandi og fjölbreytt starf með áhrifum á daglegan rekstur og þróun verslunar
- Tækifæri til að vinna með sterku og alþjóðlegu vörumerki
- Sæti í framkvæmdastjórn S4S með öflugu baklandi og góðu samstarfi innan samstæðunnar
- Metnaðarfullt og skemmtilegt starfsumhverfi
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur30. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Smáralind
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



