
Rangárþing eystra
Í Rangárþingi eystra búa ríflega 2200 manns og nær sveitarfélagið frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hvolsvelli og í húsnæðinu er fjölbreytt og lífleg atvinnustarfsemi.
Fjármála- og skrifstofustjóri
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða skipulagðan og drífandi einstakling í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Fjármála- og skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra og hefur yfirumsjón með fjármálum og daglegum rekstri skrifstofu sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á rekstri og daglegri fjármála- og skrifstofustjórn
- Ábyrgð á fjárstýringu, fjárreiðu, reikningshaldi og innkaupum
- Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð og uppgjörum
- Umsjón með mannauðsmálum
- Þátttaka í umbótavinnu og stefnumótun í samræmi við markmið sveitarstjórnar
- Umsjón með fundarritun, upplýsingaöflun og ráðgjöf til sveitarstjórnar vegna stjórnvaldsákvarðana
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Haldgóð reynsla af fjármálastjórnun, reikningshaldi og áætlanagerð
- Þekking og áhugi á mannauðsmálum
- Reynsla af skjalamálum er kostur
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sveigjanleiki
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Hæfni
FjárhagsáætlanagerðFrumkvæðiLeiðtogahæfniMannauðsstjórnunMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSkipulagStarfsmannahaldStefnumótunSveigjanleikiUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í tekjustýringu
Icelandair

Leiðtogi málefna grunnskóla
Mosfellsbær

Læknafélag Íslands óskar eftir hagfræðingi
Læknafélag Íslands

Verkefnastjóri innkaupa og rekstrar
Akraneskaupstaður

Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Síminn

Fjármálastjóri - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Deildarstjóri bílastæðasjóðs
Umhverfis- og skipulagssvið

Mannauðsstjóri
Reykjanesbær

Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte
Deloitte

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

FORSTÖÐUMAÐUR
Kötlusetur

Sérfræðingar í bókhaldi og/eða uppgjörum
Löggiltir endurskoðendur ehf