Frumtök
Frumtök

Framkvæmdastjóri

Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, leitar að framsýnum og lausnamiðuðum framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri Frumtaka er lykilaðili í samskiptum við hið opinbera og aðra hagsmunaaðila. Framkvæmdastjóri mótar í samvinnu við stjórn skilaboð samtakanna, stýrir sýnileika þeirra í samfélagsumræðu og vinnur markvisst að því að bæta starfsumhverfi frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Starfið er sjálfstætt og fjölbreytt, þar sem reynir á dómgreind, skýra forgangsröðun og getu til að kalla til rétta sérfræðinga á réttum tíma. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Frumtaka og starfar náið með henni að stefnumótun og markmiðum samtakanna.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með rekstri og starfsemi samtakanna.
  • Stýring fjármála, innheimta félagsgjalda og yfirumsjón með ársreikningum.
  • Umsjón með stjórnarfundum og upplýsingagjöf til stjórnar.
  • Tryggja að starfsemin fylgi lögum, innri verklagsreglum og siðareglum EFPIA.
  • Efla sýnileika og skilning á mikilvægi frumlyfja hjá fjölmiðlum, almenningi og stefnumótandi aðilum.
  • Vera helsti tengiliður við stjórnvöld, ráðuneyti, stofnanir, stjórnmálaflokka og félagasamtök.
  • Taka þátt í umræðu um lyfjastefnu, greiðsluþátttökukerfi, reglugerðir og þróun heilbrigðiskerfisins.
  • Semja greinar, umsagnir og efni fyrir kynningar og miðlun á vegum samtakanna.
  • Veita aðildarfélögum trausta þjónustu og skýrar upplýsingar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af stjórnsýslu æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg.
  • Góð þekking á tölvukerfum og upplýsingatækni.
  • Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Metnaður, frumkvæði, jákvætt viðhorf og skipulagshæfni.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Frumtök eru samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta þess að sameiginlegir hagsmunir framleiðenda frumlyfja og almennings fari saman. Frumtök vilja með málflutningi sínum stuðla að framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins meðal annars með því að tryggja aðgengi almennings á íslandi að bestu mögulegu meðferð hverju sinni.

Umsóknarfrestur er til og með 26.janúar næstkomandi.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsjón með starfinu hafa Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) og Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensí[email protected]).

Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar