
Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.

Leiðtogi málefna grunnskóla
Við leitum að faglegum og lausnamiðuðum leiðtoga til að styðja við, þróa og byggja upp metnaðarfullt skólastarf í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á skólastarfi, nýsköpun og því hvernig hægt er að efla vellíðan barna og unglinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing menntastefnu Mosfellsbæjar í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk
- Stefnumótun og mótun framtíðarsýnar skólamála
- Stuðningur, skólaþróun og uppbygging metnaðarfulls skólastarfs
- Þátttaka í heilsueflingar- og forvarnarstarfi
- Ábyrgð á og hefur umsjón og eftirlit með grunnskólastarfi í Mosfellsbæ
- Ráðgefandi við fræðslu- og bæjaryfirvöld vegna skólaþróunar og stefnumótunar í skólamálum auk þess að sinna stjórnsýsluverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði menntunar- eða uppeldisfræða (B.Ed. próf eða sambærilegt)
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af skólastjórnun
- Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Haldbær reynsla af ráðgjöf við skólastjórnendur
- Þekking og reynsla af notkun BRAVOLesson er kostur
- Mikið frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir skipulagshæfileikar, jákvæðni og víðsýni
- Gott vald á upplýsingatækni og framsetningu gagna
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)





