Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Innkaupastjóri Reykjanesbæjar

Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn innkaupastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsfólks á fjármála- og stjórnsýslusviði bæjarins.

Innkaupastjóri ber ábyrgð á skipulagi, stefnumótun og framkvæmd innkaupa hjá Reykjanesbæ með það markmið að tryggja hagkvæmni í rekstri, fylgni við lög um opinber innkaup, innkaupareglur og fagleg vinnubrögð við samningsgerð. Innkaupastjóri vinnur þvert á deildir sveitarfélagsins og er ráðgefandi og tryggir að kaup á vörum og þjónustu séu ávallt eins hagkvæm og kostur er hverju sinni. Starfið krefst siðferðislegs þreks og nákvæmni í vinnubrögðum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta og fylgja eftir innkaupastefnu Reykjanesbæjar með áherslu á hagkvæmni, sjálfbærni og gagnsæi
  • Framkvæmd verðkannanna og innkaupa á vöru og þjónustu
  • Umsjón með gerð útboðsgagna, auglýsingum og mati á tilboðum í samræmi við lög um opinber innkaup (nr. 120/2016) og verkstýring á útboðsferli
  • Gerð samninga við birgja og virkt eftirlit með því að samningsbundnir aðilar uppfylli skyldur sínar
  • Greining á innkaupagögnum til að finna tækifæri til hagræðingar
  • Stuðningur og leiðbeiningar til forstöðumanna og deildarstjóra vegna minni innkaupa og innkaupaferla
  • Innleiðing tæknilausna í innkaupaferlinu og þróun og umsjón með rafrænum innkaupakerfum og sjálfvirkni í pöntunarferlum
  • Samskipti við markaðinn, birgja og aðra opinbera aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskipta-, hag- og/eða lögfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi eru skilyrði
  • Víðtæk reynsla af innkaupamálum æskileg
  • Góð þekking á lögum um opinber innkaup, stjórnsýslulögum og samningalögum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og samningagerð á fyrirtækjamarkaði æskileg
  • Góð kunnátta í notkun töflureiknis og læsi á reiknilíkönum í útboðum kostur
  • Talnagleggni og góð íslensku- og enskukunnátta bæði í máli og riti
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hafa mjög góða samskipta- og samstarfshæfni
Hlunnindi:
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar