Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Menningar -og þjónustusvið - Verkefnastjóri viðburða og menningarverkefna

Reykjanesbær leitar að öflugum, skipulögðum, skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi í starf verkefnastjóra viðburða og menningarverkefna.

Starfið hentar einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarlífi og viðburðahaldi, er skipulagður í vinnubrögðum og vill taka virkan þátt í að skapa lifandi og fjölbreytta viðburði fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Í starfinu felst skipulagning, framkvæmd og samræming menningartengdra viðburða og verkefna í nánu samstarfi við menningarfulltrúa og aðra aðila, með það að markmiði að tryggja faglega framkvæmd og samræmda og markvissa dagskrá yfir árið. Hluti starfsins er unninn utan hefðbundins vinnutíma og því er vinnutími sveigjanlegur að einhverju marki. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl eða eftir samkomulagi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og framkvæmd minni og meðalstórra viðburða
  • Skipulag og framkvæmd afmarkaðra verkþátta í stærri viðburðum, s.s. Ljósanótt, BAUN og Aðventugarði 
  • Samræming dagskrár og samstarf við menningarstofnanir, félög og aðra samstarfsaðila
  • Vinna að kynningu og upplýsingagjöf í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa 
  • Viðvera á vettvangi viðburða og eftirfylgni með framkvæmd  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af viðburða- eða verkefnastjórnun 
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni 
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skapandi og lausnamiðuð nálgun 
  • Reynsla af markaðssetningu og miðlun kostur 
  • Geta til að vinna með mörg verkefni samtímis 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur27. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar