Gildi
Gildi

Forstöðumaður rekstrarsviðs

Gildi leitar að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða rekstrarsvið sjóðsins á tímum umbóta og þróunar. Um er að ræða lykilstöðu í stjórnendateymi Gildis þar sem viðkomandi hefur áhrif á þróun þjónustu, ferla og innviða sjóðsins í takt við skýra framtíðarsýn.

Leitað er að einstaklingi með sterka rekstrar- og stjórnunarreynslu, brennandi áhuga á fólki, þjónustu og stöðugum umbótum.

Forstöðumaður rekstrarsviðs ber ábyrgð á rekstri sviðsins og leiðir teymi stjórnenda og sérfræðinga innan sviðsins en undir rekstrarsvið heyra m.a. iðgjaldadeild, lánadeild, samskipti og markaðsmál, mannauðsmál ásamt gæða- og ferlamálum. Forstöðumaður rekstrarsviðs heyrir undir framkvæmdastjóra sjóðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða og þróa rekstrarsvið Gildis með áherslu á skilvirkni, gæði og þjónustu.
  • Ábyrgð á rekstri skrifstofu og hluta af daglegum rekstri sjóðsins, samningagerð og kostnaðareftirlit.
  • Stýra og efla teymi stjórnenda og sérfræðinga sviðsins og skapa sterkt og heilbrigt starfsumhverfi.
  • Leiða breytingar og innleiðingu nýrra lausna, þar á meðal umbætur á þjónustu og lykilferlum, í samstarfi við aðrar einingar sjóðsins.
  • Tryggja samræmda og faglega upplýsingagjöf til sjóðfélaga og annarra haghafa.
  • Taka virkan þátt í stefnumótun og framkvæmd hennar sem hluti af stjórnendateymi Gildis.

​​​​​​​Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Farsæl reynsla af rekstri og stjórnun með mannaforráð.
  • Reynsla af breytingastjórnun og innleiðingu umbóta.
  • Góður skilningur á rekstri, innri ferlum og þjónustu.
  • Sterk leiðtogahæfni, frumkvæði og stefnumiðuð nálgun.
  • Mjög góð samskipta- og samvinnufærni og skýr tjáning í ræðu og riti á íslensku og ensku.

​​​​​​​Gildi er einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með um 30 þúsund lífeyrisþega og 60 þúsund greiðandi sjóðfélaga. Um 280 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Sjóðurinn rekur samtryggingardeild, séreignardeild og tilgreinda séreignardeild. Eignir Gildis um síðustu áramót námu um 1.127 milljörðum króna sem eru fjárfestar í fjölbreyttu og alþjóðlegu safni verðbréfa. Gildi er leiðandi fjárfestir á íslenskum markaði og leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, víðtæka upplýsingagjöf og sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar við ávöxtun fjármuna sjóðfélaga.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. janúar 2026.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir ([email protected]) og Garðar Óli Ágústsson ([email protected]) hjá Vinnvinn.

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar