Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skrifstofustjóri - Áslandsskóli

Áslandsskóli óskar eftir drífandi og kraftmiklum skrifstofustjóra.

Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 430 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Áslandsskóli er símalaus skóli frá 1.-10.bekk

Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.

Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru:

  • Allar dygðir
  • Hnattrænn skilningur
  • Þjónusta við samfélagið
  • Að gera allt framúrskarandi vel

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu
  • Almenn skrifstofustörf
  • Sér um bókhalds skólans, fjársýslu og annað sem snýr að rekstri.
  • Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild.
  • Umsjón með Vinnustund og starfsmannahaldi.
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla starfsmanna.
  • Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu,
  • Sér um ýmsar áætlanir og önnur verkefni í samvinnu við skólastjóra.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða)
  • Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur
  • Áhugi á mannauðstengdum verkefnum
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
  • Stundvísi og samviskusemi

Ráðið er í stöðuna frá 1. febrúar 2026

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar gefur Unnur Elfa Guðmundsdóttir, skólastjóri [email protected]

eða Hálfdan Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2026

Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar