

Deildarstjóri á legudeild á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða afleysingu fyrir deildarstjóra á legudeild á Patreksfirði til 31. ágúst 2026.
Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við deildarstjóra heilsugæslu og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Á deildinni eru ellefu hjúkrunarrými og tvö sjúkrarými og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.
-
Stjórn á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar
-
Stjórn starfsmannahalds, mannaráðninga og daglegs rekstrar
-
Ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágang á vinnuskýrslum til launadeildar
-
Samræming á mönnun, vinnulagi og þjónustu milli hjúkrunarheimila
-
Náið samstarf við heilsugæslu
















