

Verkefnastjóri fjármála og rekstrar
Menningarfélag Akureyrar ses. óskar eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og rekstrar. Menningarfélagið býður upp á starfsvettvang þar sem líflegt, skapandi og fjölbreytt umhverfi er ríkjandi. Félagið annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningar- og ráðstefnuhússins Hofs.
· Umsjón með færslu bókahalds, afstemmingu, uppgjöri og innheimtu
· Upplýsingagjöf vegna fjármála, eftirlit og aðstoð við fjárhagsáætlanagerð
· Umsjón með ákveðnum kerfum
· Yfirumsjón með eignaskrá félagsins
· Þátttaka í verðlagsteymi
· Aðstoð við samningagerð
· Tengiliður við ýmsa þjónustuaðila og birgja
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi
· Þekking og reynsla af bókhaldi skilyrði
· Reynsla af samningagerð kostur
· Reynsla af áætlanagerð og eftirfylgni áætlana
· Þjónustulipurð og skipulagshæfni
· Góð tölvufærni og hæfni í textaskrifum á íslensku og ensku
· Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun
Íslenska
Enska










