

Forstöðumaður sölu á matvörumarkaði
Coca-Cola á Íslandi leitar að metnaðarfullum, framsýnum og árangursdrifnum leiðtoga til þess að leiða sölustarf á matvörumarkaði. Viðkomandi mun leiða öflugt söluteymi með skýra framtíðarsýn og hvetjandi forystu að leiðarljósi.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra sölusviðs og vinnur þétt með öðrum stjórnendum fyrirtækisins.
• Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini
• Ábyrgð á rekstri og áætlunargerð
• Greining gagna til ákvarðanatöku
• Leita leiða til að vaxa á markaði
• Mannaforráð og dagleg stjórnun
• Tekur þátt í að móta og framfylgja stefnu fyrirtækisins
• Faglegur leiðtogi og stuðningur við önnur hlutverk og deildir til árangurs á matvörumarkaði
• Háskólapróf í viðskiptafræði
• Þekking, reynsla, og brennandi áhugi á viðskiptastjórn/ og eða sölustjórn
• Reynsla og hæfni í samningatækni og samningagerð
• Greiningarhæfni og reynsla af söluáætlunum og áætlunargerð
• Haldbær reynsla af sölu og þjónustustörfum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg
• Góð tæknikunnátta
• Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur
• Þekking og reynsla af þjónustustjórnun er kostur













