NTC ehf
NTC ehf
NTC ehf

Fjölbreytt starf í heildsölu og á lager hjá NTC

NTC óskar eftir einstaklingi til að sinna fjölbreyttu og skemmtilegu starfi í heildsölu og á lager fyrirtækisins

Starfið felur í sér almenn störf í heildsölu og á lager NTC ásamt vefverslun þar sem helstu verkefni eru: stofnun reikninga, pakkningar, afstemmingar, verðmerkingar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Starfið getur verið fjölbreytt og skemmtilegt þar sem viðkomandi snertir á ýmsum flötum fyrirtækisins.

Viðkomandi þarf að vera röskur, traustur, talnaglöggur, eiga gott með mannleg samskipti, vinna vel í teymi, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

NTC ehf. er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem hefur í yfir 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. NTC starfrækir 13 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, 1 verslun á Akureyri, vefverslun, saumastofu og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. NTC rekur verslanirnar Gallerí Sautján, GS skó, Kultur, Kultur menn, SmashUrban, EVU, GK Reykjavík, Karakter, Companys og Outlet-10 ásamt vefverslunina ntc.is. Hjá NTC starfa um 150 manns þar sem lagt er mikið uppúr góðum starfsanda og sterkri liðsheild.

NTC hefur margoft hlotið viðurkenningar frá VR sem fyrirmyndafyrirtæki og eins viðurkenningar frá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ýmis störf tengd heildsölu NTC

  • Stofnun reikninga og afstemmingar
  • Pakka inn fyrir heildsölu

Almenn lagerstörf

  •  Taka upp vörur og verðmerkingar 
  •  Önnur tilfallandi störf á lager

Vefverslun

  •  Pakka inn fyrir vefverslun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og menntun sem nýtist í starfi
  • Mikilvægt að vera talnaglöggur og skipulagður
  • Eiga gott með mannleg samskipti og að vinna í teymi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af lager- og heildsölustörfum er góður kostur
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur16. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar