
Bananar
Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.
Fyrirtækið byggir á traustum grunni en það var stofnað stofnað þann 18. júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Eins og nafnið gefur til kynna voru fyrstu starfsár fyrirtækisins helguð innflutningi og þroskun banana.
Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu. Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma.
Viðskiptum okkar beinum við til landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Við erum einnig í góðu samstarfi við innlenda garðyrkjubændur. Við fáum vörur vikulega með skipi og daglega með flugi. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.
Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt af mörkum til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.

Fjármálastjóri
Ertu metnaðarfullur leiðtogi með sterka fjármálasýn og öguð vinnubrögð?
Bananar leita að öflugum einstaklingi í krefjandi og spennandi starf fjármálastjóra.
Viðkomandi mun leiða fjármáladeild fyrirtækisins, stýra rekstri hennar og stuðla að því að ákvarðanataka styðji við vöxt og framtíðarsýn Banana.
Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn félagsins og hefur þar mikilvægt hlutverk í stefnumótun og ákvörðunum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með bókhaldi, innheimtu, launavinnslu og daglegri fjármálastjórnun.
- Framkvæmd mánaðar-, ársfjórðungs- og ársuppgjöra.
- Skil ársfjórðungs- og ársuppgjöra til móðurfélags og/eða endurskoðenda.
- Rekstrargreining,gerð fjárhags- og rekstraráætlana og miðlun til framkvæmdastjórnar
- Kostnaðareftirlit, nýting gagna til ákvarðanatöku og eftirfylgni verkefna til að tryggja hagkvæmni í rekstri.
- Daglegur rekstur og starfsmannahald fjármáladeildar.
- Þátttaka í stefnumótun og langtímafjárhagsáætlunum.
- Yfirumsjón með fjárhagskerfum og aðlögun þeirra að þörfum fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta, fjármála eða tengdum greinum,– framhaldsmenntun er kostur.
- Mikil reynsla af bókhaldi og fjármálastjórnun, helst í heildsölu eða sambærilegum rekstri.
- Reynsla af stjórnunarstörfum og leiðtogahæfileikar.
- Mjög góð tölvu- og greiningarkunnátta. Góð þekking á viðskiptagreindarhugbúnaði t.d. Business Central og Power BI.
- Öguð og skipulögð vinnubrögð, drifkraftur og lausnamiðað hugarfar.
- Framúrskarandi samskiptafærni og geta til að vinna í teymi.
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Geta til að takast á við ný og krefjandi verkefni í ört vaxandi fyrirtæki.
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Mímir

Fjármálastjóri / Chief Financial Officer -Your Friend In RVK
Your Friend In Reykjavik

Skrifstofustjóri
Expectus

Áhættu- og fjárstýringastjóri Kópavogsbæjar
Kópavogsbær

Fjármálastjóri
Smith & Norland

Lánastjóri fyrirtækja - Viðskiptabanki
Íslandsbanki

Sérfræðingur í fjárhagsdeild
Íslandsbanki

Sérfræðingur fjármála og launavinnslu
Náttúrufræðistofnun

Fjármálastjóri indó
indó sparisjóður 💸

Financial Controller
Drake Darcy / Horton International UK