
Mímir
Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni.

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Mímir-símenntun leitar að árangursdrifnum og umbótasinnuðum einstaklingi í starf sviðsstjóra fjármála og rekstrar.
Viðkomandi ber ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og rekstri fyrirtækisins og leiðir öflugt teymi á því sviði. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Öll starfsemi Mímis byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði og starfsumhverfið er líflegt og skemmtilegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegri stjórn og verklagi fjármála og reikningshalds
- Umsjón og eftirfylgni með uppgjörum og áætlanagerð
- Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
- Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
- Samskipti og samningagerð við fyrirtæki, sjóði, stofnanir og birgja
- Ábyrgð á upplýsingatæknimálum og rekstri húsnæðis
- Ábyrgð á gæðakerfi og starfsleyfum fyrirtækisins
- Ábyrgð mannauðsmála á sviðinu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta eða fjármála er kostur
- Árangursrík reynsla af sambærilegum verkefnum
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
- Reynsla af innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er kostur
- Skipulagshæfni, umbótahugsun og sjálfstæði í starfi
- Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Fjármálastjóri
Bananar

Deildarstjóri bókhaldsþjónustu
Norðurál

Aðalbókari
Linde Gas

Fjármálastjóri / Chief Financial Officer -Your Friend In RVK
Your Friend In Reykjavik

Skrifstofustjóri
Expectus

Viðskiptastjóri
Héðinshurðir ehf

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum
Langisjór | Samstæða

Ráðgjafi í viðskiptakerfum (Business Central)
Hagar

Viðskiptafræðingur á fjármálasviði
dk hugbúnaður ehf.

Planning & Procurement Specialist
Coripharma ehf.

Áhættu- og fjárstýringastjóri Kópavogsbæjar
Kópavogsbær