
Mímir
Mímir-símenntun er fræðslufyrirtæki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Meginmarkmið Mímis-símenntunar er að skapa tækifæri til náms fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. Annað meginmarkmið er að bjóða upp á fjölbreytta kennslu í íslensku sem öðru máli, sem og tungumálanámskeið. Skipulag námsins tekur mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni.

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Mímir-símenntun leitar að árangursdrifnum og umbótasinnuðum einstaklingi í starf sviðsstjóra fjármála og rekstrar.
Viðkomandi ber ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og rekstri fyrirtækisins og leiðir öflugt teymi á því sviði. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Öll starfsemi Mímis byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði og starfsumhverfið er líflegt og skemmtilegt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegri stjórn og verklagi fjármála og reikningshalds
- Umsjón og eftirfylgni með uppgjörum og áætlanagerð
- Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
- Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
- Samskipti og samningagerð við fyrirtæki, sjóði, stofnanir og birgja
- Ábyrgð á upplýsingatæknimálum og rekstri húsnæðis
- Ábyrgð á gæðakerfi og starfsleyfum fyrirtækisins
- Ábyrgð mannauðsmála á sviðinu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta eða fjármála er kostur
- Árangursrík reynsla af sambærilegum verkefnum
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
- Reynsla af innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er kostur
- Skipulagshæfni, umbótahugsun og sjálfstæði í starfi
- Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Quality Specialist
Controlant

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Innheimtufulltrúi
1912 ehf.

Sérfræðingur í kostnaðarútreikningum og greiningum
Coripharma ehf.

Rekstrarstjóri þjónustudeildar
Lotus Car Rental ehf.

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Viltu leiða innkaup í einstöku og kraftmiklu umhverfi?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Deildarstjóri uppgjöra og reikningsskila
Sýn

Fjármálastjóri
Dropp

Viðskiptastjóri/-stýra
Landsnet hf.

Verkefnastjóri á sölu- og markaðssviði
Blue Car Rental