

Fjármálastjóri indó
Vilt þú hrista upp í bankakerfinu með okkur?
Við í indó leitum að öflugum og framsæknum fjármálastjóra (sí eff ó) sem nennir ekki bulli heldur vill taka þátt í að breyta bankamarkaðnum til hins betra. Um er að ræða spennandi hlutverk þar sem þú munt leiða teymi reikningshalds og fjárstýringar og vinna þétt með framkvæmdastjóra til að tryggja að við vöxum með skýra stefnu og sterkan fjárhag.
-
Gerð fjárhagsáætlana í samstarfi við framkvæmdastjóra
-
Virk þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu sparisjóðsins
-
Mótun fjárfestingarstefnu og innleiðing verklags í samstarfi við áhættustjóra
-
Stjórnendaupplýsingar og undirbúningur stjórnarfunda
-
Yfirstjórn verkefna í fjárstýringu og reikningshaldi, þ.m.t. uppgjör
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af fjármálasviði innlánsstofnunar og þekking á fjármálamarkaði
-
Skilningur á regluverki eftirlitsskyldra fjármálastofnana
-
Geta til að leiða teymi og að blómstra í lifandi umhverfi
-
Ástríða fyrir jákvæðum breytingum á bankamarkaði