Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands

Fjármálastjóri

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf fjármálastjóra. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi þar sem fjármál, rekstur og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi. Fjármálastjóri heyrir beint undir þjóðminjavörð og situr í framkvæmdaráði stofnunarinnar.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling þar sem reynir á frumkvæði, samskiptahæfileika og getu til að sjá tækifæri í rekstri umsvifamikils safns. Undir fjármálasvið heyrir almennur rekstur stofnunarinnar, húsnæðis- og öryggismál, tölvumál, stjórnsýsla og skjalavarsla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á fjármálastjórn, áætlanagerð og skilvirkri miðlun fjárhagsupplýsinga.
  • Ábyrgð á færslu bókhalds stofnunarinnar og sjóða sem reknir eru á ábyrgð hennar.
  • Fjárhagsleg skýrslugerð, fjárlagaerindagerð og kostnaðareftirlit.
  • Yfirumsjón með uppgjörum, afstemmingum, innheimtu og ársreikningum.
  • Upplýsingagjöf og samskipti við fagráðuneyti og aðra opinbera aðila. 
  • Stefnumótun og þátttaka í þróun rekstrarumhverfis safnsins.
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum fjármálasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun. Framhaldspróf sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og farsæl reynsla af fjármálastjórnun er kostur.
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur.
  • Góð greiningarhæfni og reynsla af framsetningu tölulegra gagna.
  • Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og opinberum fjármálum er kostur.
  • Góð samskiptahæfni og leiðtogafærni eru skilyrði.
  • Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og geta til að hafa yfirsýn yfir mörg verkefni.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Þekking á Orra fjárhagsbókhaldi ríkisins er kostur.
  • Þekking á PowerBI er kostur.
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurgata 41, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar