

Lánastjóri fyrirtækja - Viðskiptabanki
Íslandsbanki leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa sem lánastjóri fyrirtækja innan Lánastýringar Viðskiptabanka í Norðurturni í Kópavogi. Við leitum að starfsmanni með reynslu af fjármálastarfsemi, með þekkingu og færni í greiningu fjárhagsupplýsinga og mati á lánshæfi fyrirtækja.
Meginhlutverk lánastjóra er mat og greining fjárhags- og rekstrarupplýsinga, gerð útlánaskýrslna og kynning þeirra í lánanefndum bankans í samstarfi við viðskiptastjóra. Þá sinna lánastjórar eftirliti og umsjón með tilgreindu safni útlána í samstarfi við viðskiptastjóra.
Viðskiptabanki veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi framúrskarandi bankaþjónustu í fyrirtækjamiðstöðvum og útibúum bankans víða um land. Þá tilheyrir Ergo fjármögnunarþjónusta Viðskiptabankasviði Íslandsbanka.
Lánastýring Viðskiptabanka gegnir veigamiklu hlutverki að því er varðar umgjörð útlána hjá Íslandsbanka og innan Lánastýringar starfar ennfremur öflugur hópur lánastjóra sem sinna umsjón og greiningu lánamála hjá Viðskiptabanka í nánu samstarfi við viðskiptastjóra.
- Greining fjárhags- og rekstrarupplýsinga
- Áhættumat og mat á lánshæfi fyrirtækja
- Undirbúningur og vinnsla lánamála fyrir lánanefndir
- Eftirlit og eftirfylgni með lánssamningum og útlánum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Samskipta- og greiningarhæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Fagleg þekking og reynsla af fjármálastarfsemi
- Gott vald á Íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Jákvætt viðmót













