
Expectus
Expectus er ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar stærstu fyrirtæki landsins við að ná varanlegum árangri með því að nýta sér rauntímaupplýsingar til ákvarðanatöku.
Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum við að hanna og viðhalda framúrskarandi stjórnendaupplýsingum og gerum þeim kleift að spyrja og svara sínum eigin spurningum á einfaldan hátt. Þessa hæfni byggjum við á bestu aðferðarfræðum og hugbúnaði hverju sinni.
Hjá Expectus starfa yfir 30 sérfræðingar í ráðgjöf & hugbúnaðargerð og við erum stolt af því að hafa verið valið bæði Fyrirtæki Ársins og Fyrirmyndarfyrirtæki hjá VR árlega síðastliðin ár.
Skrifstofustjóri
Expectus leitar að framsæknum, útsjónarsömum og drífandi einstaklingi til að sjá um færslu bókhalds og reka skrifstofu fyrirtækisins.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á fólki og fyrirtækjarekstri og sé fær um að tryggja að daglegur rekstur skrifstofunnar sé skilvirkur.
Um er að ræða fjölbreytt starf í kviku umhverfi. Skrifstofustjóri er í miklum samskiptum við starfsfólk og stjórnendur og gegnir lykilhlutverki í að tryggja gott starfumhverfi allra á skrifstofunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og umsjón með starfsaðstöðu.
- Færsla bókhalds, afstemmingar og uppgjör.
- Áætlanagerð í samvinnu við framkvæmdastjóra.
- Fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála.
- Skipulagning og utanumhald viðburða.
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegum verkefnum.
- Háskólamenntun, sem nýtist í starfi.
- Reynsla af bókhaldi og fjármálum.
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Næmni fyrir ásýnd og umhverfi sem styður vellíðan starfsfólks.
- Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
- Ögun í vinnubrögðum og geta til að hafa yfirsýn yfir verkefni.
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu styðja við sölustarfið okkar?
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin

Skrifstofustjóri
HH hús

Bókari og uppgjörsaðili
Uppgjör og reikningsskil ehf.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir skrifstofustjóra
Verkalýðsfélag Vestfirðinga

FP&A Partner / Sérfræðingur
Teya Iceland

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.

Rekstrarstjóri LAVA Centre á Hvolsvelli
LAVA Centre

Bókari hjá Klettabæ
Klettabær

Rekstraraðili mötuneytis
Heimavist MA og VMA

Data Analyst
LS Retail

A4 – Leitar eftir öflugum bókara
A4