Expectus
Expectus

Skrifstofustjóri

Expectus leitar að framsæknum, útsjónarsömum og drífandi einstaklingi til að sjá um færslu bókhalds og reka skrifstofu fyrirtækisins.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á fólki og fyrirtækjarekstri og sé fær um að tryggja að daglegur rekstur skrifstofunnar sé skilvirkur.

Um er að ræða fjölbreytt starf í kviku umhverfi. Skrifstofustjóri er í miklum samskiptum við starfsfólk og stjórnendur og gegnir lykilhlutverki í að tryggja gott starfumhverfi allra á skrifstofunni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og umsjón með starfsaðstöðu.
  • Færsla bókhalds, afstemmingar og uppgjör.
  • Áætlanagerð í samvinnu við framkvæmdastjóra.
  • Fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála.
  • Skipulagning og utanumhald viðburða.
  • Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Háskólamenntun, sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af bókhaldi og fjármálum.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Næmni fyrir ásýnd og umhverfi sem styður vellíðan starfsfólks.
  • Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
  • Ögun í vinnubrögðum og geta til að hafa yfirsý‎n yfir verkefni.
  • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar