Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Fasteignaþjónusta - þjónustufulltúi

Reykjavíkurborg leitar að iðnmenntuðum einstaklingum til að sinna viðhaldsframkvæmdum á mannvirkjum borgarinnar.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þjónustufulltrúum fasteignastofu til starfa. Um er að ræða störf við viðhald á mannvirkjum borgarinnar í mismunandi borgarhlutum. Við leitum að einstaklingum með ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum sem geta unnið sjálfstætt í verkefnum sem þeim eru falin.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón viðhalds fasteigna Reykjavíkurborgar.
  • Daglegt eftirlit í einstaka viðhaldsverkefnum.
  • Samstarf við hönnuði, eftirlitsaðila og aðra iðnaðarmenn varðandi viðhald.
  • Vinna samkvæmt viðhaldsáætlun.
  • Gerð verkáætlana vegna ýmissa smærri viðhaldsverka.
  • Starfsmaður sinnir tilfallandi minniháttar vinnu iðnaðarmanna í sínu fagi s.s. lagfæringum og breytingum í fasteignum.
  • Eftirfylgni með að tækni- og gæðakröfur séu uppfylltar í viðhaldsframkvæmdum.
  • Aðkoma að ákvörðunartöku vegna framkvæmda í ófyrirséðu viðhaldi.
  • Skýrslugjöf til fasteignastjóra.
  • Móttaka ábendinga frá notendum fasteigna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmeistari eða iðnsveinn með mikla starfs- eða stjórnunarreynslu á sínu fagsviði. 
  • Framhaldsmenntun er kostur.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Haldbær reynsla við að meta ástand fasteigna og geta til að leiðbeina og hjálpa öðru fagfólki í fasteignatengdum verkefnum með höfuðáherslu á viðhald fasteigna.
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
  • Íslenskukunnátta (B1-B2) og enskukunnátta (B1) í samræmi við samevrópskan tungumálaramma.
Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Meistarapróf í iðngreinPathCreated with Sketch.Sveinspróf
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar