
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Hlauparar - Terra Norðurland - sumarvinna
Við leitum að duglegum, þjónustulunduðum og umfram allt jákvæðum einstaklingum til að sinna starfi hlaupara á söfnunarbílum í sumar. Starfssvæðið er Akureyrarbær og nærsveitir.
Ef þú ert til í útivinnu sem gefur þér góða hreyfingu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna losun á úrgangi hjá viðskiptavinum
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Metnaður og hvati til þess að standa sig vel í starfi
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
Auglýsing birt11. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Terra Norðurland - Hlíðarfjallsvegur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Terra hf.

Sumarstarf á Akureyri
Þór hf

Súkkulaðigerð/Chocolate making Frá 06.00-14.00
Omnom

Starfsmaður í framleiðslu og útkeyrslu
Formar ehf.

Yfirverkstjóri á Selfossi
Vegagerðin

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Austursvæðis
Vegagerðin

Lager/Sala
Hitatækni ehf

Viltu taka þátt í að byggja nýja Ölfusárbrú !
ÞG Verk

Verkstæði, Powder Coating, lampasmiðja
Flúrlampar ehf / lampar.is

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Stólpi Gámar ehf - tímabundið starf!
Stólpi Gámar ehf