

Flokkstjóri í Þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, vatns- og fráveitu, sorphirðumálum og önnur þjónusta við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.
Þjónustumiðstöð Kópavogs leitar nú að flokkstjórum í eftirfarandi stöður í sumar:
Flokkstjóri við almenna þjónustu
Flokkstjóri stýrir vinnuhópi í almennri þjónustu. Helstu verkefni vinnuhópanna eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir. Auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.
Flokkstjóri við garðyrkju
Flokkstjóri stýrir vinnuhópi í garðyrkju. Helstu verkefni vinnuhópanna eru umhirða gróðurs, beðahreinsun ásamt hreinsun og umhirðu stofnanalóða. Auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.
Um er að ræða 100% starf á tímabilinu 19. maí - 15. ágúst 2025.
- Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokksins (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).
- Umsjón með viðhaldi verkfæra og að þau séu í lagi.
- Umsjón með vinnu og ásamt því að vinna með vinnuhóp.
- Flokkstjóri skilar vikulega vinnuskýrslum með verk- og starfsmannanúmerum fyrir sig og vinnuflokkinn sem undir hann heyrir.
- Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri og er starfið ætlað námsfólki.
- Reynsla af stjórnun eða sambærilegum störfum æskileg.
- Ökuréttindi á beinskiptar bifreiðar skilyrði.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.












