

Sælkerabúðin
Sælkerabúðin óskar eftir metnaðarfullum og matreiðsluáhugafullum einstaklingi í framtíðarstarf í verslun sinni að Bitruhálsi 2.
Við leitum að aðila sem hefur brennandi áhuga á matreiðslu og tilbúinn er að sinna fjölbreyttum verkefnum tengdum bæði kjötiðnaði og öðrum matreiðslustörfum.
Í boði er fullt starf í líflegu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á fagmennsku, þjónustugæði og starfsþróun. Starfið felur m.a. í sér:
-
Sölu og þjónustu við viðskiptavini
-
Pöntun og móttöku á aðföngum
-
Framsetningu og umsjón með vörum
-
Ýmis störf tengd matreiðslu og kjötiðnaði
-
Almenn verslunarstörf
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir eftirfarandi eiginleikum:
-
Brennandi áhugi á matreiðslu og matvælaiðnaði
-
Jákvætt, glaðlegt og þjónustulundað viðmót
-
Góð samskipta- og samstarfshæfni
-
Nákvæmni og ábyrgðarkennd í starfi
-
Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli
-
Reynsla af sölu- og þjónustustörfum er kostur
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
Við hvetjum öll sem hafa áhuga á mat og góðri þjónustu til að sækja um.













