Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli, Selfossi

Deildarstjóri yngra stigs

Auglýst er staða deildarstjóra yngra stigs í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2025. Sunnulækjarskóli er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum. Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf.

Í Sunnulækjarskóla vinna allir í teymum. Þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins betur og margar hendur vinna létt verk. Umsjónarkennarar og fagaðilar innan árgangs mynda árgangateymi sem og list- og verkgreinakennarar, íþróttakennarar og sérkennarar ásamt þroska- og iðjuþjálfum. Árgangateymin framkvæma og stjórna daglegu skólastarfi tiltekinna árganga eða námshópa í samvinnu við sína deildarstjóra. Góð teymisvinna er liður í að byggja upp sterkt lærdómssamfélag í skólanum.

Einkunnarorð skólans eru GLEÐI - VINÁTTA - FRELSI.

Hlutverk deildarstjóra:

Deildarstjóri situr í stjórnendateymi skólans og starfar samkvæmt stefnu skólans sem tekur m.a. mið af menntastefnu Sveitafélagsins Árborgar, aðalnámskrá grunnskóla, lögum og reglugerðum um grunnskóla og lögum um farsæld barna. 

Deildarstjóri fer með mannaforráð og daglega verkstjórn. Hann þarf að vera öðrum góð fyrirmynd og öflugur ráðgjafi í krefjandi starfsumhverfi. Því skiptir þekking deildarstjóra á viðfangsefnum skóla- og uppeldismála, farsæld og stuðningsúrræða miklu máli.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vera  faglegur leiðtogi sem yfirfærir sýn og stefnu skólans á skólastarfið með þróunarstarfi og þeim björgum og úrræðum sem við á hverju sinni til að ná þeim markmiðum 

  • Skapa góðan vinnuanda með því að hlúa að starfsmönnum. Stuðla að samvinnu, samkennd og samábyrgð gagnvart faglegu starfi skólans  

  • Samskipti við nemendur og rýni í dagleg störf starfsmanna með það að leiðarljósi að geta veitt ráðgjöf sem nýtist í þeim aðstæðum sem við á hverju sinni 

  • Sinna faglegri kennslufræðilegri forystu með áherslu á þróun í kennsluháttum 

  • Veita starfsfólki endurgjöf og leiðsögn 

  • Samskipti við grunnþjónustu skólans, s.s. foreldra, skólaþjónustu, heilsugæslu, fræðsluaðila o.s.frv. Þessi samskipti eiga ávallt að vera í þágu nemenda og starfsmanna 

  • Skipuleggja og leiða fundi í þágu skólastarfsins og skólaþróunnar 

  • Skipuleggur stundatöflur fagfólks í samráði við aðra stjórnendur 

  • Tekur þátt í störfum teyma og ráða innan skólans, í samráði við skólastjóra 

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunnskólakennararéttindi áskilin   
  • Þekking og reynsla af stoðþjónustu áskilin 
  • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg 
  • Forystu- og stjórnunarhæfileikar 
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum   
  • Skipulagshæfileikar 
  • Frumkvæði í starfi 
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur9. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar