Expert
Expert

Deildarstjóri söludeildar

Fastus, sem er öflugt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki, óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra til að stýra og þróa eina af söludeildum fyrirtækisins. Starfsmenn deildarinnar sinna m.a. þjónustu, hönnun og ráðgjöf sem og sölu á fjölbreyttum tækjum, tólum og húsgögnum til stóreldhúsa, veitingastaða, hótela og fyrirtækja.

Ef þú hefur brennandi áhuga á sölu, býrð yfir leiðtogafærni og sterkum vilja til að ná árangri, þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun nýrra markaða
  • Ábyrgð á gerð, framfylgd og mati á árangri söluáætlunar
  • Þróun og framkvæmd rekstraráætlunar
  • Ábyrgð á árangursríkum samskiptum við erlenda birgja
  • Stuðningur við söluráðgjafa eftir þörfum í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini
  • Umsjón mannauðsmála sviðsins í samráði við næsta yfirmann og mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og reynsla af sölu og sambærilegum störfum
  • Rík samskiptafærni, leiðtogafærni og geta til að vinna í teymi
  • Skipulögð vinnubrögð og geta til að sýna frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar