Expert
Þann 1. janúar 2024 sameinuðust fyritækin Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag heitir Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Af þessu tilefni hefur farið fram gagnger endurskoðun á útliti fyrirtækjanna og heildarásýnd.
Fastus ehf er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum fyrir hágæða vörum, tækjum og búnaði.
Markmið okkar hefur frá upphafi verið að byggja upp lifandi fyrirtæki sem skarar fram úr á krefjandi markaði og vera fyrsti valkostur viðskiptavina, birgja og annarra samstarfsaðila. Forsenda þess er þekking, reynsla og metnaður starfsfólks sem nýtur þess að ná árangri og vaxa með hverju verki.
Nánari upplýsingar á www.fastus.is
Deildarstjóri söludeildar
Fastus, sem er öflugt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki, óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra til að stýra og þróa eina af söludeildum fyrirtækisins. Starfsmenn deildarinnar sinna m.a. þjónustu, hönnun og ráðgjöf sem og sölu á fjölbreyttum tækjum, tólum og húsgögnum til stóreldhúsa, veitingastaða, hótela og fyrirtækja.
Ef þú hefur brennandi áhuga á sölu, býrð yfir leiðtogafærni og sterkum vilja til að ná árangri, þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun nýrra markaða
- Ábyrgð á gerð, framfylgd og mati á árangri söluáætlunar
- Þróun og framkvæmd rekstraráætlunar
- Ábyrgð á árangursríkum samskiptum við erlenda birgja
- Stuðningur við söluráðgjafa eftir þörfum í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini
- Umsjón mannauðsmála sviðsins í samráði við næsta yfirmann og mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og reynsla af sölu og sambærilegum störfum
- Rík samskiptafærni, leiðtogafærni og geta til að vinna í teymi
- Skipulögð vinnubrögð og geta til að sýna frumkvæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Deildarstjóri Viðskiptastýringar Símans
Síminn
Sölustjóri hjá vaxandi iðnaðarfyrirtæki
Hagvangur
Deildarstjóri dagvörudeildar
Artasan
Teymisstjóri
Vörður tryggingar
Sölufulltrúi - Fullt starf
Heimilistæki ehf
Verslun og þjónusta
Dún og fiður ehf.
Viðskiptastjóri hjá ört vaxandi fjártæknifyrirtæki
Kríta
Starfsmenn óskast
Hegas ehf.
Deildarstjóri Lyfja- og lækningatækjadeildar
Alvotech hf
Markaðs- og sölustjóri/CMO
Alfreð
Söluráðgjafi á lýsingabúnaði
Ískraft
Upplýsingatæknistjóri
Míla hf