Kríta
Kríta er ört vaxandi fjártæknifyrirtæki sem býður upp á nútímalegar og hraðvirkar fjármögnunarleiðir fyrir minni og meðalstór fyrirtæki, með áherslu á sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni. Við erum samheldið teymi sem vinnur saman að því að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og snjallar fjármögnunarlausnir.
Viðskiptastjóri hjá ört vaxandi fjártæknifyrirtæki
Kríta óskar eftir metnaðarfullum viðskiptastjóra í fullt starf til að stýra söluferlinu frá upphafi til enda, byggja upp ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim, ásamt því að tryggja framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar.
Kríta er ört vaxandi fjártæknifyrirtæki sem býður upp á nútímalegar og hraðvirkar fjármögnunarleiðir fyrir minni og meðalstór fyrirtæki, með áherslu á sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni. Við erum samheldið teymi sem vinnur saman að því að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og snjallar fjármögnunarlausnir.
Ef þú ert sjálfstæður, söludrifinn einstaklingur sem hefur reynslu af sölu til fyrirtækja, ert með gott tengslanet og býrð yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum, þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kynna og selja fjármögnunarlausnir til fyrirtækja á Íslandi.
- Byggja upp, viðhalda og þróa viðskiptasambönd.
- Kortleggja markaðstækifæri, finna nýja viðskiptavini og þróa sölustefnu.
- Taka virkan þátt í að móta og þróa söluteymið.
- Umsjón með samningagerð og viðskiptasamböndum.
- Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð til að styðja við vöxt félagsins.
- Innleiðing viðskiptavina í kerfi Kríta og tryggja að þeir nýti lausnir okkar sem best.
- Vinna með stjórnendum og forriturum við að bæta og þróa þjónustuna í takt við þarfir viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólanám sem nýtist í starfi.
- Reynsla í sölu eða viðskiptastýringu, kostur ef það er á sviði fjármála eða fjártækni.
- Áhugi á fjártækni og nýjungum í tæknilausnum.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og drifkraftur til að ná árangri.
- Framúrskarandi samskipta- og söluhæfileikar.
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Internet og sími greitt.
- Möguleiki á kauprétti (hlutabréf í Kríta hf)
Auglýsing birt13. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 13, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Úthringistarf
HR Monitor (CEO HUXUN ehf)
Sölufulltrúi
HR Monitor (CEO HUXUN ehf)
Sölu- og þjónustufulltrúi - Þjónustuver
Vodafone og Stöð 2
Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA
Verslun og þjónusta
Dún og fiður ehf.
Þjónustufulltrúi
Ekran
Viðskiptastjóri Já.is
Sýn
Ert þú frábær sölumaður?
Tryggja
Sölumaður
TINNA EHF
Markaðs- og sölustjóri/CMO
Alfreð
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Hönnun og sala á innréttingum
Kvik