Míla hf
Míla hf
Míla hf

Upplýsingatæknistjóri

Við leitum að drífandi aðila í stöðu upplýsingatæknistjóra. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf þar sem innri og ytri hugbúnaðarlausnir eru þróaðar til mæta þörfum starfsfólks og viðskiptavina. Aðkeyptar lausnir eru innleiddar, byggt er ofan grunnkerfi fjarskipta og nýjar lausnir þróaðar með hugbúnaðarteymi innanhúss. Starfið heyrir undir Framkvæmdastjóra Tæknisviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Stefnumótun stafrænna innviða Mílu með það markmið að uppfylla þarfir starfsfólks og viðskiptavina
  •  Stjórnun teymis og daglegur rekstur deildar
  • Utanumhald um UT rekstrarumhverfi Mílu
  • Tryggja öryggi stafrænna innviða með öflugum netvörnum og góðum starfsvenjum
  • Verkefnastýring stærri verkefna sem snerta á stafrænum innviðum
  • Samskipti og samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða á öðru sviði sem nýtist við störf
  • Reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa og verkefnastýringu
  • Þekking á stafrænum innviðum frá Microsoft og viðskiptatengslakerfinu Salesforce er kostur
  • Reynsla af forritun kostur
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð 
  •  Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi 
  •  Góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi

🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði  

🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta  

🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum 

🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum 

💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun  

🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og afþreyingarherbergi með Billiard- og borðtennisborði auk golfhermis. 

Auglýsing birt15. janúar 2025
Umsóknarfrestur23. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 22-30, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar