Framendaforritari
Við hjá Reon leitumst nú eftir að bæta við framendaforriturum í teymin okkar.
Reon er 13 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf, hönnun og þróun á vönduðum og notendamiðuðum hugbúnaðarlausnum.
Hjá Reon starfa í kringum 30 sérfræðingar í hugbúnaðargerð. Teymi Reon hafa þróað hugbúnað fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins m.a. Festi, N1, Elko, Krónuna, Fagkaup, Vörð ofl. ásamt því að vera með fjórar spennandi eigin vörur í þróun. Reon vinnur nú einnig að nýjum lausnum fyrir Nova, Icewear, Íslandsbanka o.fl.
Viðkomandi þarf að geta starfað í fjölbreytilegu umhverfi, sem felur m.a. í sér að eiga auðvelt með að vinna með öðrum og geta tileinkað sér nýja tækni og aðferðir til að komast að bestu mögulegu lausn hverju sinni fyrir notendur og hagsmunaaðila.
Reon leggur áherslu á jákvætt og lifandi starfsumhverfi, skemmtileg verkefni og samvinnu.
Ef þetta er eitthvað sem heillar, endilega sæktu um og tökum spjallið.
- Þróun á hugbúnaðarlausnum fyrir viðskiptavini
- Þátttaka í þróun á eigin hugbúnaðarvörum Reon
- Teymisvinna í þróunarteymum sem innihalda forritara, prófara, hönnuði, verkefna-og vörustjóra og samvinna og reglulegir fundur eða vinnustofur með öðrum framendaforriturum
- Menntun og/eða reynsla af framendaforritun
- Þekking og reynsla af React, Next.js, Typescript, Tailwind / Styled Components, Flutter og/eða öðrum sambærilegum tólum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
- Góð samskiptahæfni
- Reynsla af Agile / Scrum aðferðafræði
- Símreikningur og internet heima greitt af Reon
- Framúrskarandi vinnuaðstaða í Borgartúni í nýendurbættu húsnæði þar sem m.a. er hugleiðsluherbergi, líkamsræktaraðstaða, leikjaherbergi o.fl.
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleiki á heima-og fjarvinnu eftir því sem við á
- Niðurgreiðsla á hádegismat í mötuneyti og mörgum veitingastöðum í kring
- Virk skemmtinefnd sem skipuleggur viðburði starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Árlegur bústaður eða árshátíðarferð erlendis
- Miklir möguleikar á lærdóm og þjálfun í fjölbreyttum tæknistakki, ef áhugi er fyrir eru t.d. hafa margir framendaforritara í Reon þróast yfir í full-stack