Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar - Forstöðumaður

Reykjanesbær leitar að kraftmiklum og framsæknum leiðtoga til að stýra Bókasafni Reykjanesbæjar sem hefur nýverið flutt í glæsilegt húsnæði í Hljómahöll og er hluti af lifandi menningarmiðju bæjarins. Ný húsakynni bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að efla þjónustu, skapandi samveru og viðburðahald safnsins. Auk aðalssafns rekur safnið útibú í Stapaskóla.

Starf forstöðumanns bókasafnsins felur meðal annars í sér ábyrgð á daglegum rekstri, eftirfylgni með kynningarmálum, stefnumótun og þróun þjónustu við gesti safnsins.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða daglegan rekstur, stefnumótun og þróun í þjónustu safnsins. 

  • Stefnumótun, fjárhagsáætlun og innkaup. 

  • Þróun safnkosts, þjónustu og viðburða fyrir alla aldurshópa. 

  • Kynning og markaðssetning safnsins. 

  • Samstarf við aðila innan sveitarfélagsins og landsins í bókasafns- og menningarmálum. 

  • Eftirfylgni með þróun í bókasafns- og upplýsingafræðum, upplýsingatækni og nýjungum á sviði safna. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði (MA/MIS) eða sambærileg menntun. 

  • Reynsla af stjórnun, rekstri og skipulagningu fræðslu- og menningarstarfsemi æskileg. 

    • Þekking á safnafræði og/eða bókmenntum. 

    • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skapandi hugsun. 

    • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa með ólíkum hópum. 

    • Góð færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli. 

    • Gott vald á upplýsingatækni og vilja til að tileinka sér nýjungar. 

    Fríðindi í starfi
    • Bókasafnskort
    • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
    • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
    • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
    Auglýsing birt25. september 2025
    Umsóknarfrestur8. október 2025
    Tungumálahæfni
    ÍslenskaÍslenska
    Nauðsyn
    Framúrskarandi
    EnskaEnska
    Nauðsyn
    Mjög góð
    Staðsetning
    Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær
    Starfstegund
    Hæfni
    PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
    Starfsgreinar
    Starfsmerkingar