

Bókasafn Reykjanesbæjar - Forstöðumaður
Reykjanesbær leitar að kraftmiklum og framsæknum leiðtoga til að stýra Bókasafni Reykjanesbæjar sem hefur nýverið flutt í glæsilegt húsnæði í Hljómahöll og er hluti af lifandi menningarmiðju bæjarins. Ný húsakynni bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að efla þjónustu, skapandi samveru og viðburðahald safnsins. Auk aðalssafns rekur safnið útibú í Stapaskóla.
Starf forstöðumanns bókasafnsins felur meðal annars í sér ábyrgð á daglegum rekstri, eftirfylgni með kynningarmálum, stefnumótun og þróun þjónustu við gesti safnsins.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
-
Leiða daglegan rekstur, stefnumótun og þróun í þjónustu safnsins.
-
Stefnumótun, fjárhagsáætlun og innkaup.
-
Þróun safnkosts, þjónustu og viðburða fyrir alla aldurshópa.
-
Kynning og markaðssetning safnsins.
-
Samstarf við aðila innan sveitarfélagsins og landsins í bókasafns- og menningarmálum.
-
Eftirfylgni með þróun í bókasafns- og upplýsingafræðum, upplýsingatækni og nýjungum á sviði safna.
-
Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði (MA/MIS) eða sambærileg menntun.
-
Reynsla af stjórnun, rekstri og skipulagningu fræðslu- og menningarstarfsemi æskileg.
-
Þekking á safnafræði og/eða bókmenntum.
-
Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skapandi hugsun.
-
Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa með ólíkum hópum.
-
Góð færni í íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli.
-
Gott vald á upplýsingatækni og vilja til að tileinka sér nýjungar.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó













