
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Verkstjóri í vöruhúsi á Akureyri
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra í vöruhús á starfsstöð Eimskips á Akureyri. Vinnutími er frá kl. 08:00 til 17:00 virka daga.
Fyrir réttan aðila er í boði fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf með margvíslegum tækifærum.
Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkstjórn í vöruhúsi og vörudreifingu
- Skipulag verkefna
- Þjónusta við viðskiptavini
- Almenn vöruhúsastörf
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsreynsla í vöruhúsi og við stjórnun er kostur
- Lyftararéttindi (J) eru æskileg
- Meirapróf (C) er æskilegt
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður
- Almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. samgöngustyrk og styrki vegna heilsuræktar, sálfræðiþjónustu og fleira
- Niðurgreiddur hádegismatur í boði fyrir starfsólk
Auglýsing birt23. september 2025
Umsóknarfrestur1. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Strandgata, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókasafn Reykjanesbæjar - Forstöðumaður
Reykjanesbær

Sendibílstjóri
Bifreiðastöð ÞÞÞ

Meiraprófbílstjóri í vörudreifingu á höfuðborgarsvæðinu og út á land
Fraktlausnir ehf.

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Verkstjóri í malbikun
Colas Ísland ehf.

Lestunarmaður óskast í Reykjavík
Vörumiðlun ehf

Staðarstjóri
Eignabyggð ehf.

Dráttarbílstjóri
Garðaklettur ehf.

Bílstjórastarf
Úr lás ehf

Meiraprófsbílstjóri (C) á Akureyri
Dropp

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Starf á útilager - Outside warehouse/inventory worker
Einingaverksmiðjan