Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúi í þinglýsingum

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa í þinglýsingum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér mikil samskipti við viðskiptavini. Þjónustufulltrúar í þinglýsingum þurfa að sýna vandvirkni og hafa gott auga fyrir smáatriðu. Þau viðhafa sjálfstæð vinnubrögð en þurfa jafnframt að vinna vel í hópi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg afgreiðsla í dagbók þinglýsinga, s.s. móttaka, yfirferð skjala og skráning í dagbók þinglýsinga
  • Móttaka greiðslna og daglegt uppgjör
  • Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini
  • Úrlausn og bakvinnsla þinglýsingamála
  • Skjalafrágangur og skönnun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Jákvæðni og góð samskiptafærni
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og hæfni til að leiðbeina og miðla upplýsingum
  • Nákvæmni, áreiðanleiki og hæfni til að vinna undir álagi
Um Sýslumenn

Sýslumenn fara með framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hvert í sínu umdæmi samkvæmt lögum nr. 50/2014. Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.

Auglýsing birt19. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Reyklaus
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar