
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.
Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Starf þroskaþjálfa með sérþekkingu á þjónustu við fatlað fólk.
Þann 1. janúar sl. tóku sýslumenn við verkefnum varðandi val á persónulegum talsmönnum fyrir fatlað fólk, á grundvelli laga nr. 88/2011.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leiðir starf sýslumanna við hið nýja verkefni um persónulega talsmenn.
Teymi sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna er starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu veitir þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinna verkefnum á landsvísu á grundvelli barnalaga nr. 76/2003.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð sérfræðings vegna persónulegra talsmanna
- Viðtöl við fatlað fólk sem hefur óskað eftir persónulegum talsmanni, með það að markmiði að kanna vilja fatlaðs einstaklings.
- Viðtöl við þjónustuveitendur og aðstandendur, ef vafi leikur á um vilja fatlaðs einstaklings varðandi val á talsmanni.
- Álit og mat á því vort vilji hins fatlaða um val á talsmanni og um verkefni honum falin, hafi komið fram.
- Skýrslur og rökstuddar greinargerðir um niðurstöður viðtala.
- Teymisvinna með hópi sérfræðinga á fjölskyldusviði embættisins.
- Vinna við faglega þróun verkefnis sýslumanna vegna persónulegra talsmanna.
- Starfinu fylgja ferðalög á starfsstöðvar annarra sýslumanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda sem þroskaþjálfi eða annarri sambærilegri grein.
- Umtalsverð starfsreynsla af þjónustu við fatlað fólk.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi.
- Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni fatlaðs fólks.
- Haldgóð þekking á ákvæðum laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra.
- Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum.
- Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
- Færni í samskiptum með fjölbreyttum samskiptaleiðum.
- Kostur að starfsmaður geti einnig unnið að sáttameðferð og verkefnum sérfræðings í málefnum barna samkvæmt barnalögum.
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur, samgöngustyrkur, niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Hagaborg

Náms- og starfsráðgjafi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Stuðningsstarfsmenn óskast í hlutastörf
Frístundamiðstöðin Miðberg

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi
Leikskólinn Reykjakot

Sérkennari/þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Starfsfólk í sérkennslu
Ævintýraborg ið Eggertsgötu

Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli

Þroskaþjálfi í leikskólanum Rjúpnahæð
Rjúpnahæð