Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Bókari

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf bókara. Leitað er að sveigjanlegum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur gaman af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Um fullt starf er að ræða á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem áhersla er lögð á sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Starfsstöð er í Reykjavík og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og bókun reikninga í lánadrottnakerfi
  • Útbúa og senda tekjureikninga í viðskiptamannakerfi
  • Fjárhagsbókanir
  • Uppgjör virðisaukaskatts
  • Afstemmingar
  • Yfirsýn og eftirfylgni með innheimtu
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd bókhaldi og uppgjörum stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hið minnsta þriggja ára reynsla af bókhaldsstörfum og góð bókhaldsþekking 
  • Góð Excel kunnátta
  • Þekking og haldgóð reynsla af afstemmingarvinnu
  • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, lipurð og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar