BL ehf.
BL ehf.
BL ehf.

Þjónustufulltrúi/Bílstjóri

Við óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku BL á Sævarhöfða sem einnig sinnir skutlþjónustu. Viðkomandi þarf að vera fyrirmyndar bílstjóri og vera góður í mannlegum samskiptum.

Starfið felst í að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini í framlínu, sinna skutlþjónustu ásamt umsjón yfir bílastæðum viðskiptavina.

Vinnutími er 07:45-17:00 alla virka daga

Nánari upplýsingar veitir Andri Már Magnússon, hópstjóri þjónustufulltrúa BL Sævarhöfða, á netfanginu [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
  • Samskipti og upplýsingagjöf 
  • Bókanir í þjónustu
  • Sala varahluta
  • Keyrsla viðskiptavina til og frá höfuðstöðvum og útibúum BL
  • Önnur tilfallandi skutl 
  • Umsjón með bílastæðum viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ökuréttindi
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku í töluðu máli
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Afsláttarkjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
  • Afsláttur af leigu á bílum hjá Hertz
  • Mötuneyti með heitum mat
  • Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar