
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Aukahlutaásetning og dekkjaskipti
Starfið felst í ásetningu aukahluta, léttum viðgerðum og dekkjaskiptum og ýmsum verkefnum tengd standsetningu nýrra bíla s.s. bílaþrif, akstur og önnur verkefni að beiðni verkstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ásetning aukahluta
- Léttar viðgerðir
- Dekkjaskipti
- Akstur
- Þrif á bílum
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf
- Iðnmenntun í bíliðngrein kostur
- Reynsla af bílum, s.s. léttum bílaviðgerðum skilyrði
- Reynsla af bílaþrifum kostur
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Íslensku- og/eða enskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Afsláttakjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Íþróttastyrkur
- Afsláttur af leigu á bílum hjá Hertz
- Aðgangur að heitum mat
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur12. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 10, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi á gluggum og hurðum
Héðinshurðir ehf

Standsetning nýrra bíla
BL ehf.

Áreiðanlegan starfsmann vantar í vaktavinnu
Orkugerdin ehf

Spennandi sumarstörf á Reyðarfirði / Exciting summer jobs
VHE

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Starfsmaður á verkstæði
Landfari ehf.

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Bílaþrif - Cleaning Area Keflavík
KúKú Campers Ehf.

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar