Héðinshurðir ehf
Héðinshurðir ehf
Héðinshurðir ehf

Sölufulltrúi á gluggum og hurðum

Sölufulltrúi óskast til framtíðarstarfa hjá Héðinshurðum ehf.

Vegna nýrra og spennandi verkefna leita Héðinshurðir ehf að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingi til að taka þátt í áframhaldandi vexti fyrirtækisins. Við leitum að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í sölu og ráðgjöf á hurðum og gluggum.

Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, stundvís og búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum. Einnig er mikilvægt að hafa skipulagshæfni og geta unnið bæði sjálfstætt og í teymi.

Um Héðinshurðir ehf.

Héðinshurðir ehf hefur um árabil sérhæft sig í sölu, uppsetningu og viðhaldi á iðnaðar- og bílskúrshurðum, sem og gluggum. Héðinshurðir bjóða upp á hágæðalausnir fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög, ásamt faglegri þjónustu og þjónustusamningum fyrir reglubundið viðhald.

Hvað felst í starfinu?

✔ Sölu- og ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga um iðnaðarhurðir, bílskúrshurðir og glugga.
✔ Umsjón með viðskiptasamböndum og samskipti við viðskiptavini.
✔ Eftirfylgni með tilboðum og verkefnum.
✔ Þátttaka í vöruþróun og kynningarstarfi.

Að hverju leitum við ?

✔ Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
✔ Drifkrafti, sjálfstæði og lausnamiðaðri nálgun í starfi.
✔ Skipulagshæfni og nákvæmum vinnubrögðum.
✔ Reynsla af sölu er mikill kostur.
✔ Þekking á hurðum og gluggum er stór plús.
✔ Iðnmenntun er mikill kostur.

Ef þú ert metnaðarfullur einstaklingur og vilt verða hluti af öflugu teymi, hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Iðnmenntun er ekki krafa en frábær viðbót.

Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Íshella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar