![Héðinshurðir ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/5a74edd7-e769-48f6-adf6-4484272eee4f.png?w=256&q=75&auto=format)
![Héðinshurðir ehf](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-6605f068-8a73-4517-ba8c-d5b855eb3d7d.png?w=1200&q=75&auto=format)
Sölufulltrúi á gluggum og hurðum
Sölufulltrúi óskast til framtíðarstarfa hjá Héðinshurðum ehf.
Vegna nýrra og spennandi verkefna leita Héðinshurðir ehf að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingi til að taka þátt í áframhaldandi vexti fyrirtækisins. Við leitum að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í sölu og ráðgjöf á hurðum og gluggum.
Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, stundvís og búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum. Einnig er mikilvægt að hafa skipulagshæfni og geta unnið bæði sjálfstætt og í teymi.
Um Héðinshurðir ehf.
Héðinshurðir ehf hefur um árabil sérhæft sig í sölu, uppsetningu og viðhaldi á iðnaðar- og bílskúrshurðum, sem og gluggum. Héðinshurðir bjóða upp á hágæðalausnir fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög, ásamt faglegri þjónustu og þjónustusamningum fyrir reglubundið viðhald.
Hvað felst í starfinu?
✔ Sölu- og ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga um iðnaðarhurðir, bílskúrshurðir og glugga.
✔ Umsjón með viðskiptasamböndum og samskipti við viðskiptavini.
✔ Eftirfylgni með tilboðum og verkefnum.
✔ Þátttaka í vöruþróun og kynningarstarfi.
Að hverju leitum við ?
✔ Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
✔ Drifkrafti, sjálfstæði og lausnamiðaðri nálgun í starfi.
✔ Skipulagshæfni og nákvæmum vinnubrögðum.
✔ Reynsla af sölu er mikill kostur.
✔ Þekking á hurðum og gluggum er stór plús.
✔ Iðnmenntun er mikill kostur.
Ef þú ert metnaðarfullur einstaklingur og vilt verða hluti af öflugu teymi, hvetjum við þig til að sækja um!
Iðnmenntun er ekki krafa en frábær viðbót.
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Rekverk ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4f52a8ef-213e-458d-b17f-1e85a5919496.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Hamrar, útilífsmiðstöð skáta Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-dfe2d407-71dd-4ab9-a980-a9c181bee12d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Félagsstofnun stúdenta](https://alfredprod.imgix.net/logo/9dd0c724-1f86-484f-b65f-b0b4618b37e6.png?w=256&q=75&auto=format)
![Atlas Verktakar ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-2bf826a7-b1a3-410f-a94d-076df045cf50.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Volvo og Polestar á Íslandi | Brimborg](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-c8a135d3-9571-48f8-9c81-e30900808185.png?w=256&q=75&auto=format)
![Rými](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-b798d629-efd6-44ff-8e22-eae0316591ec.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanes Investment](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-947f0440-66d8-4154-ba93-a88c4a0656e6.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Orkey ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-32235a0e-262e-4b55-a8f3-9cbdac926e80.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Búfesti hsf](https://alfredprod.imgix.net/logo/28e99c6d-f6e2-4d94-bea1-785a7bfa2cbb.png?w=256&q=75&auto=format)
![Veltir](https://alfredprod.imgix.net/logo/d7cdd0e0-6cb0-4228-be74-48765ee35eb0.png?w=256&q=75&auto=format)
![K16 ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/d62ea837-04f9-4008-a392-8f91b9c9dfb4.png?w=256&q=75&auto=format)
![Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-adbdaf36-b156-4750-9c55-8f81649c859d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)