
Landfari ehf.
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er dótturfélag Vekru sem á meðal annars Bílaumboðið Öskju, Dekkjahöllina og fleiri félög.
Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari tók nýverið við þjónustuumboði fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboði fyrir Wabco vörur, VAK vagna og Faymonville vagna.
Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 4 en í sumar mun það verkstæði flytja í stærra og betra húsnæði í Klettagörðum 5. Einnig í sumar mun opna ný starfsstöð hjá Landfara á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.

Starfsmaður á verkstæði
Landfari óskar eftir áhugasömum og duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur á nýju verkstæði okkar að Álfhellu 15, Hafnarfirði, sem opnar á vordögum 2025.
Ef þú hefur reynslu af þjónustu- og viðhaldsviðgerðum á stærri ökutækjum og vilt starfa á verkstæði sem er búið fyrsta flokks tækjabúnaði, lyftum í gólfi fyrir vörubíla og vagna, auk sérútbúinnar smurgryfju – þá er þetta rétta tækifærið fyrir þig!
Við leggjum áherslu á framúrskarandi aðstöðu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini og bjóðum upp á nútímalegt og vel búið vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Allar almennar þjónustu- og viðhaldsviðgerðir
- Smurþjónusta
- Skráning í viðhaldskerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í þjónustu- og viðhaldsviðgerðum ökutækja
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Vilji til efla þekkingu og færni
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku
- Bílpróf, meirapróf er kostur
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör af bílum, vara- og aukahlutum
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Sumarstarf - Lager og útkeyrsla
Landfari ehf.

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.

Starfsmaður á vagnaverkstæði
Landfari ehf.

Poszukujemy wykwalifikowanych mechaników samochodowych.
Landfari ehf.

Óskum eftir færum bifvélavirkjum
Landfari ehf.
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Starfmenn á Bílaverkstæði Olíudreifingar
Olíudreifing þjónusta

Verkstæðismaður / Mechanic
Teitur

Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Mechanik samochodowy w firmie Teitur. ehf
Teitur

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Verkstæðishjálp - Workshop helper
Garðlist ehf

Starfsmaður á verkstæði / Uppsetningar
Logoflex ehf

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.

Starfsmaður á vagnaverkstæði
Landfari ehf.

Bifvélavirki/vélvirki
Terra hf.