Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli er við Norðurhóla 1 á Selfossi. Hann tók til starfa í ágúst 2004 með 1.- 4. bekk en er nú heildstæður skóli með bekkjardeildir frá 1.- 10. bekk. Sérdeild Suðurlands er deild innan Sunnulækjarskóla og í daglegu tali nefnd Setrið.
Sunnulækjarskóli er skóli sem lærir. Skólinn er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum. Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf þar sem virðing og traust ríkir. Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans er mjög mikilvæg.
Nemendur eru settir í öndvegi og við viljum rækta með þeim áræði, þrek og þor til að takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Við viljum að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og gangi glaðir til starfa.
Í Sunnulækjarskóla vinna allir í teymum. Þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins betur og margar hendur vinna létt verk. Umsjónarkennarar innan árgangs mynda kennarateymi sem og faggreinakennarar, list- og verkgreinakennarar, íþróttakennarar og sérkennarar ásamt þroska- og iðjuþjálfum. Kennarateymin framkvæma og stjórna daglegu skólastarfi tiltekinna árganga eða námshópa. Góð teymisvinna er liður í að byggja upp sterkt lærdómssamfélag í skólanum.
Einkunnarorð skólans eru GLEÐI - VINÁTTA - FRELSI.
Auglýst er tímabundin 100% staða grunnskólakennara
Auglýst er tímabundin 100% staða grunnskólakennara á unglingastigi
Sunnulækjarskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum grunnskólakennara til skólaloka í vor, 11. júní 2025. Meðal kennslugreina er enska. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara í árgangateymi, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
- Umsjón með daglegu skólastarfi og viðkomandi nemendahópum
- Samskipti á vegum skólans og við foreldra/forráðamenn
- Fylgist með velferð nemenda og hlúir að þeim í samstarfi við fagaðila eftir þörfum
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins
- Tekur þátt í teymisvinnu og er í góðu samstarf við aðra starfsmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Reynsla af teymisvinnu æskileg
- Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur
Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Laus staða í Marbakka
Marbakki
PISA - fyrirlögn á Vestfjörðum
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Urriðaholtsskóli óskar eftir deildarstjórum á leikskólastig
Urriðaholtsskóli
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Skaftárhreppur
Íþróttakennari
Skaftárhreppur
Forfallakennari óskast í Snælandsskóla
Snælandsskóli
Auglýst er tímabundin 100% staða sérkennara
Sunnulækjarskóli, Selfossi
Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Frístundaleiðbeinandi óskast við Félagsmiðstöðina Urra
Garðabær