Hvíta húsið
Hvíta húsið
Hvíta húsið

Árangursdrifinn viðskiptastjóri

Við leitum að hæfileikabúnti með reynslu í stöðu viðskiptastjóra.

Á Hvíta húsinu koma viðskiptastjórar að nær öllum verkefnum sem unnin eru fyrir viðskiptavini. Þeir eru brúin á milli okkar og viðskiptavina. Viðskiptastjóri þarf þess vegna að hafa mikla skipulags- og samskiptafærni og eiga auðvelt með að fá fólk í lið með sér.

Í Hvíta húsinu fæðast stórar sem smáar hugmyndir á degi hverjum og því er lykilatriði að viðskiptastjórinn hugsi í lausnum, sé árangursdrifinn og jákvæður. Viðskiptastjórinn tryggir skilvirka framgöngu verkefna og að stofan mæti ávallt þörfum og væntingum viðskiptavina sinna - og gott betur.

Það er alltaf líf og fjör á Hvíta húsinu, enda er andinn og samfélagið á vinnustaðnum eitt það mikilvægasta sem við búum að.

Við hvetjum öll sem spegla sig í þessari lýsingu til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við viðskiptavini og móttaka verkefna
  • Skipulag og útdeiling ábyrgðar 
  • Kostnaðar- og tímaáætlanagerð
  • Eftirlit með tekjum, kostnaði og reikningagerð
  • Eftirlit með því að unnið sé í samræmi við væntingar viðskiptavina
  • Eftirfylgni og uppgjör verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á auglýsingum og markaðsmálum
  • Reynsla af teymis- og/eða verkefnastjórnun
  • Frábær samskipta- og skipulagsfærni
  • Hæfni til framsetningar og miðlun upplýsinga 
  • Rík þjónustulund
  • Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Brautarholt 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar