Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugu atvinnu- og menningarlífi. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.
Nánari upplýsingar má finna á www.dalvikurbyggd.is
UPPLÝSINGAFULLTRÚI
Dalvíkurbyggð leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi til að takast á við fjölbreytt og lifandi starf upplýsingafulltrúa á fjármála- og stjórnsýslusviði.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritstjórn heimasíðu og umsjón með vefmiðlum.
- Þátttaka í uppbyggingu á stafrænni stjórnsýslu og upplýsingatækni.
- Markaðssetning á Dalvíkurbyggð og gerð kynningarefnis.
- Tengiliður samstarfsaðila vegna atvinnumála, s.s. ferðaþjónustu auk þátttöku í verkefnum þar af lútandi.
- Almenn upplýsingagjöf þjónustuvers.
- Þátttaka í stefnumótun og gerð kannanna.
- Ýmis tilfallandi verkefni auk afleysinga innan sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking og haldbær reynsla af sambærilegum störfum.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg.
- Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
- Þekking og reynsla af Dynamics 365 B.C. (NAV) og OneSystems er æskilegt.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Skipulagsfærni, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Metnaður til árangurs og jákvæðni.
Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Dalvík , 620 Dalvík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurMicrosoft Dynamics 365 Business CentralOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)
Miðlarar óskast um land allt!
Kassi.is - Uppboðsmiðlun
Community and Communication Specialist
University of Iceland Science Park
Sölu og markaðsfulltrúi
aha.is
Verkefnastjóri, sölu og markaðsmál
Arctic Exposure
Upplýsingafulltrúi þingflokks
Þingflokkur Flokks fólksins
Markaðs/samskiptafulltrúi
Úrval Útsýn