Hringdu
Hringdu
Hringdu

Sölu- og þjónustufulltrúi á fyrirtækjasvið óskast!

Hæ!

Við leitum að öflugum sölu- og þjónustufulltrúa á fyrirtækjasvið Hringdu. Um er að ræða 100% starf og er aldurstakmark 22 ár.

Starfið

Í starfinu felst að sækja og þjónusta bæði nýja og núverandi viðskiptavini með allt sem tengist okkar vörum og þjónustu, á mannamáli. Þú ert andlit fyrirtækisins, með jákvætt viðmót, hugsar í lausnum, elskar mannleg samskipti og vilt umfram allt veita frábæra þjónustu!

Hvað ertu að fara gera?

  • Hringja út sölulista og veita ráðgjöf
  • Taka þátt í skipulagi og framkvæmd söluátaka
  • Verkefnastýra og fylgja eftir seldri þjónustu
  • Afgreiða pantanir og breytingar í síma, verslun og á netinu
  • Aðstoða viðskiptavini með reikninga og einföld tæknileg mál
  • Eiga samskipti við okkar helstu birgja
  • Tækla ýmis önnur verkefni sem koma upp á

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf/iðnpróf eða reynsla sem nýtist í starfinu!
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Áhugi á fjarskiptum, netbúnaði og nýjustu snjalltækjum
  • Snyrtimennska
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Reynsla af sölustörfum


Ef þér líst vel á okkur og starfið hvetjum við þig til að sækja um!

Um Hringdu

Hringdu er lítið en ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar geta unnið sig upp í starfi. Hér vinna fáar hendur mörg og mismunandi verk og er því starfið fjölbreytt, reynslumikið og ríkt af ábyrgð. Við fáum sendan mat í vinnuna fimm daga vikunnar og skálum alla föstudaga. Starfsmannafélagið Svaraðu sér fyrir góðu skemmtanalífi og hér elska allir kaffi, ketti & hunda.

Hringdu var valið Fyrirmyndafyrirtæki hjá VR árið 2017, 2018, 2019, 2023 og Fyrirtæki ársins 2020, 2021, 2022 & 2024.

Hringdu var með ánægðustu viðskiptavini í net- og símaþjónustu skv. Meðmælingu Maskínu 2019-2024.

Fríðindi í starfi
  • 7 tíma vinnudagur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Símtækjastyrkur
  • Nudd 1x í mánuði
  • Frí net- og símaáskrift
  • Aðgangur að Hopp hjólum
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 27, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar