Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands

Verkefnastjóri viðburða og kynninga í LHÍ

Listaháskóli Íslands leitar að skipulagðri og áreiðanlegri manneskju í starf verkefnastjóra viðburða- og kynningarmála með áherslu á tónlistardeild. Um fullt starf er að ræða.

Verkefnastjórinn tekur þátt í skipulagi og framleiðslu viðburða. Hann er hluti af teymi sem starfar þvert á LHÍ sem er leitt af sviðsstjóra sjálfbærni og samfélags. Verkefnastjórinn tekur þátt í kynningarstarfi skólans, allt frá inntöku nýnema og að útskrift. Starfið felur meðal annars í sér ýmis konar viðburðahald í tengslum við starfsemi skólans, kynningu á námsframboði, umsjón og miðlun upplýsinga, skrif á fréttatilkynningum, samstarf við ytri aðila og upplýsingamiðlun til nemenda og starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni: 

  • Skipulag og framleiðsla á viðburðum. 
  • Verkefni innan deilda. 
  • Þátttaka í kynningarstarfi. 
  • Þátttaka í mótun á framtíðarsýn fyrir viðburðahald og kynningarmál LHÍ í samræmi við stefnu LHÍ.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
  • Góð tölvukunnátta
  • Sveigjanleiki, jákvæðni og mikil lipurð í samskiptum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Katrín Johnson, mannauðsstjóri, í tölvupósti: [email protected].

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Auglýsing birt10. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skipholt 31, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar