Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Akademísk staða í verkfræðideild

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða í akademíska stöðu við verkfræðideild. Ráðið er í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheiti ákvarðað út frá formlegu hæfnismati. Deildin hvetur konur sérstaklega til að sækja um stöðuna.

Í boði er 100% framtíðarstaða í hópi kennara í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Leitast er eftir að ráða kennara sem hefur metnað til að vera fræðilegur leiðtogi er skapar alþjóðlega, samkeppnishæfar rannsóknir og framúrskarandi nemendur. Helstu áherslusvið innan rekstarverkfræðinnar byggja á aðgerðagreiningu, hermun, verkefnastjórnun og stjórnun aðfangakeðja.

Í boði er lektors- dósent- eða prófessors staða, allt eftir hæfni umsækjanda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðkomandi mun kenna um það bil þrjú námskeið á ári, auk þess að leiðbeina meistara- og doktorsnemum.
  • Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti þróað námskeið í stjórnun aðfangakeðja, aðgerðagreiningu, hermun, verkefnastjórnun og/eða gagnavinnslu.
  • Að þróa og afla fjármögnunar fyrir rannsóknarverkefni og framkvæma þau með góðum árangri svo og að leiðbeina framhaldsnemum og nýdoktorum.
  • Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki þátt í stjórnunarstörfum svo og öðrum tilfallandi verkefnum bæði innan deildarinnar og háskólans.
  • Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki virkan þátt í uppbyggingu og utanumhaldi á samstarfi við atvinnulífið.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Doktorspróf í rekstarverkfræði, verkfræði eða skyldu sviði.
  • Haldbær reynsla af sjálfstæðum rannsóknum í hæsta gæðaflokki á málefnum er tengjast rekstarverkfræði.
  • Reynsla af kennslu, skipulagi og uppsetningu námskeiða er kostur.
  • Starfsreynsla tengd rekstarverkfræði er kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með fjölbreyttum teymum á ólíkum sviðum er æskileg.
  • Þess er krafist að viðkomandi hafi fullt vald á ensku.
  • Við fögnum öllum góðum umsóknum, jafnvel þó hæfnivið séu ekki uppfyllt til hins ítrasta.
Auglýsing stofnuð25. júní 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar