Klappir grænar lausnir hf.
Klappir grænar lausnir hf.
Klappir grænar lausnir hf.

Sjálfbærnisérfræðingur

Hefur þú brennandi áhuga á sjálfbærni og tækni og langar að hafa áhrif með því að flytja sjálfbærni inn í stafræna framtíð? Við leitum að sjálfbærnisérfræðingum í þjónustuupplifunarteymi okkar á Íslandi og í Danmörku.

Umsóknarfrestur og frekari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2024. Umsóknir skal senda til Huldu Þórhallsdóttur, forstöðumanns þjónustuupplifunar, hulda (at) klappir.com, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

Frekari upplýsingar um starfið og fyrirtækið veitir Hulda Þórhallsdóttir, hulda (at) klappir.com

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Innleiðing sjálfbærnihugbúnaðar hjá viðskiptavinum og sjálfbærniráðgjöfum og eftirfylgni með innleiðingu 

 • Tæknilegur stuðningur við viðskiptavini og sjálfbærniráðgjafa sem nota sjálfbærni hugbúnað Klappa í sínum störfum

 • Ábyrgð og eftirfylgni með viðskiptasamböndum

 • Almenn tækni, gagna- og notendaaðstoð við viðskiptavini og aðra hagaðila

 • Þátttaka í hugbúnaðarþróun 

 • Aðstoð við gerð markaðs- og fræðsluefnis

 • Þátttaka í umbótaverkefnum og uppsetningu verkferla

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d á sviði tækni, sjálfbærni, viðskipta,  félagsfræði, náttúrufræði eða verkfræði.

 • Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðað hugarfar og hæfni til að starfa í umhverfi hraðra breytinga og nýsköpunar

 • Framúrskarandi samskiptahæfni

 • Góð tækniþekking og greiningarhæfni 

 • Góð færni í ensku í ræðu og riti er skilyrði. Dönskukunnátta er einnig kostur.

 • Grunnþekking á mælikvörðum sjálfbærni

 • Grunnþekking á aðferðafræði GHG-protocol og SBTi er kostur

 • Grunnþekking á lagaumhverfi sjálfbærnimála og helstu stöðlum (m.a. ESRS) er kostur

Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma, samgöngustyrk, öflugt starfsmannafélag og tækifæri til starfsþróunar.

Auglýsing stofnuð25. júní 2024
Umsóknarfrestur6. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
DanskaDanskaGrunnfærni
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar